Flughátíðin

Um helgina fer fram flughátíðin Allt sem flýgur á Hellu, hápunktur hátíðarinnar er laugardagurinn 10. júlí!

Flughátíðin allt sem flýgur hefur vaxið með hverju ári og nú er það svo að hátíðin er ómissandi hluti af sumrinu hjá mörgum. Allt sem flýgur er í loftinu og félagsskapurinn frábær.

Á hátíðinni gefst þér tækifæri á að kynnast fluginu með einstökum hætti. Svæðið er ein samfelld flugsýning frá föstudegi til sunnudags og getur þú skoðað vélarnar, setið við flugbrautina, fylgst með alls konar loftförum á svæðinu leika listir sínar og notið sólarinnar á sama tíma.

Það verða vélar í lofti og fólk á ferli alla helgina. Hápunktur krakkanna er karamellukastið á laugardeginum þar sem sælgæti rignir yfir svæðið og allir safna því sem þeir geta, um kvöldið mæta svo gestir hátíðarinnar á ekta íslenska kvöldvöku í flugskýlinu.

Auk þess verða á svæðinu fjölbreytt flugtengd skemmtun svo sem flugdrekar, flugvélar til þess að skoða, litli flugturninn, o.fl.

 

Af vef Flugmálafélags íslands „Á Hellu kemst fólk í mikla nálægð við flugið. Hér sitjum við í grasinu við flugbrautina þegar DC3 tekur á loft. Það var ógleymanleg stund.“
 
Nánari upplýsingar er að finna á vef hátíðarinnar með því að smella hér.

 

Facebook viðburður hátíðarinnar er hér.

 

 

 

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?