Fossabrekkur
Fossabrekkur

Rangárþing ytra óskar eftir tilboði í verkið „Fossabrekkur“. Óskað er eftir heildarhönnun í verkið, þ.e, arkiteka-, landslags- og verkfræðihönnun.

Markmið framkvæmdar við Fossabrekkur er að auka upplifun gesta á staðnum / svæðinu, undirbúa svæðið undir aukinn gestafjölda og stýra álagi og umferð fólks um svæðið. Það þjónar bæði ferðalöngum og náttúrunni að skipuleggja svæðið og umgengni um það af kostgæfni. Með nýju bílastæði fæst meira rými fyrir bíla og rútur. Gert er ráð fyrir gönguleið frá bílastæði. Einnig er gert ráð fyrir göngubrú og útsýnispalli þar sem gestir geta tyllt sér og notið náttúrufegurðarinnar.

Lögð er áhersla á góðan frágang og vandaða hönnun sem vinnur vel með umhverfinu. Á áningarstað er gert ráð fyrir upplýsinga- og fræðsluskilti.

Verðkönnunin nær yfir fullnaðarhönnun í samræmi við gildandi deiliskipulag á:

  • Bílastæðum
  • Göngustíg frá bílastæðum að útsýnispalli
  • Gönguleið upp fyrir upptök
  • Göngubrú lengd að lágmarki 23 metrar.
  • Útsýnispalli stærð 300 - 400 m2
  • Tilboð berist fyrir opnun þann 21. apríl kl. 14:00.

Gögn vegna verðkönnunar má nálgast hér.

Fyrirspurnir og tilboð berist til Tómasar Hauks Tómassonar forstöðumanns eigna- og framkvæmdasviðs Rangárþings ytra á netfanginu tomas@ry.is eða í s: 4887000.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?