Frá Héraðsbókasafni Rangæinga

Skráning í Sumarlestur 2022 verður í byrjun Júní fyrir öll börn sem fædd eru 2012 – 2015.

Gott er að foreldrar/forráðamenn fylgi börnunum á bókasafnið í skráninguna. Í þetta sinn ætlum við að safna ávöxtum á tré.

Verkefnið verður nánar útskýrt á staðnum.

Lestrarhestarnir okkar fá svo sína uppskeruhátíð á föstudeginum í tengslum við Kjötsúpuhátíð 2022 sem haldin verður 26. - 28. ágúst nk. á Hvolsvelli.

Sumar bókamarkaðurinn okkar verður á sínum stað 20. júní – 31. júlí á afgreiðslutíma safnsins.

 

Sumarafgreiðslutími

Mánudaga 15 -20

Þriðjudaga 15 -18

Miðvikudaga 15 -18

Fimmtudaga 15 -18

Föstudaga Lokað

 

Verið velkomin á bókasafnið okkar allra!

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?