Frá sameiginlegum íbúafundi

Laugardaginn 9. maí sl. var haldinn sameiginlegur íbúafundur Ásahrepps og Rangárþings ytra þar sem farið var yfir samstarfsverkefni sveitarfélaganna. En þessi tvö sveitarfélög hafa lengi haft með sér samstarf um margvísleg verkefni.

Á fundinum voru samstarfsverkefni sveitarfélaganna kynnt. Þá fór Sesselja Árnadóttir lögfræðingur yfir lagaramma samstarfs sveitarfélaga og  Einar Sveinbjörnsson endurskoðandi hjá KPMG fór yfir bókhald og endurskoðun samstarfsverkefna. Endað var á umræðum og fyrirspurnum.

Kynningargögnin ásamt upptöku frá seinni hluta fundarins má nálgast hér á heimasíðunni, undir Íbúagátt.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?