Frábær fyrirlestur með Sölva Tryggvasyni

Rangárþing ytra varð heilsueflandi samfélag 24. júní s.l. þegar samningar voru undirritaðir með landlækni. Síðan þá hefur stýrihópur verkefnisins staðið fyrir mánaðarlegum viðburðum en í júlí og ágúst var í gangi ratleikur, lýðheilsugöngur í september, hvatt til hreyfingar í október og nú í nóvember var fyrirlestur með Sölva Tryggvasyni. Viðburður desember verður auglýstur þegar nær dregur.

Rangárþing ytra bauð íbúum á fyrirlestur með Sölva Tryggvasyni s.l. mánudag. Fyrirlesturinn var haldinn í gegnum ZOOM fjarfundabúnað og voru um 80 manns sem hlýddu á og er það því stærsti viðburðurinn hingað til. Fyrirlesturinn gekk hnökralaust og áttu sér stað skemmtilegar umræður.

Sölvi ræddi um heilsu á tímum COVID og að aldrei sé mikilvægara en nú að hugsa um sjálfan sig.

Mjög mikilvægt er að setja sér ekki of há markmið heldur vera raunsær og þó að maður stígi feilspor ekki refsa sér heldur bara halda áfram. Lítil skref leiða mann á réttan stað. Mikilvægast er að halda alltaf áfram. Skynsamlegt er að skrifa niður markmiðin sín á blað.

Við þökkum Sölva fyrir verulega hvetjandi innlegg. Fyrir þá sem vilja heyra meira frá Sölva er bent á hljóðvarpið hans – „Podcast með Sölva Tryggva“.

Við hvetjum íbúa til þess að koma með hugmyndir að viðburðum í heilsueflandi hugmyndagáttina.

Smellið hér og við leiðum þig áfram.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?