Frábær jólasýning fimleikadeildar UMF Heklu

Jólasýning fimleikadeildar UMF Heklu var haldin í gærkvöldi, virkilega gaman var að sjá hvað starfið fer vel af stað. Krakkar úr 1. – 10. Bekk sýndu æfingar á trampólíni, loftdýnu og dans á gólfi.

UMF Hekla ákvað í haust að í vetur skildi boðið uppá fimleika til viðbótar við aðrar íþróttir sem boðið hefur verið uppá s.l. ár. Um 40 krakkar skráðu sig strax og hafa lagt stund á æfingar, fyrst 2 sinnum í viku en fljótlega var þeim fjölgað í 3 sinnum í viku.

Aðstaða til fimleika er að byggjast upp hægt og rólega, í byrjun var bara trampólín og lendingadýnur ásamt minni tækjum en UMF Hekla festi kaup á loftdýnu sem bætti aðstöðuna til muna, aðstoðar við að framkvæma öll möguleg stökk.

Aníta Þorgerður Tryggvadóttir og Erla Sigríður Sigurðardóttir eru þjálfarar fimleikadeildar UMF Heklu.

Fleiri myndir má nálgast hér:

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?