Frábær mæting á spjall íbúa 67 ára og eldri
 
Það var frábær mæting á viðburð í Safnaðarheimilinu á Hellu í gær þar sem Rangárþing ytra og markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd sveitarfélagsins buðu íbúum 67 ára og eldri til samtals.
Fulltrúar í sveitarstjórn og nefndum tóku á móti gestum og spjallað var um hvað það sem brann á íbúum.
Tónlistaratriði voru flutt en það voru Glódís Margrét Guðmundsdóttir, Gísella Hannesdóttir og Sigurður Matthías Sigurðarson sem sáu um það, meiriháttar hæfileikar þar á ferðinni.
Bjarni Harðarson sagði frá Sæmundi bónda í Garðsauka og valkyrjunum dætrum hans.
Boðið var upp á kaffihlaðborð í umsjón Kvenfélagsins Unnar.
 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?