Fræðsluskilti til yfirlestrar

Atvinnu-, jafnréttis- og menningarmálanefnd hefur unnið að sjö fræðsluskiltum sem stefnan er að setja upp í vor á Hellu víða um þorp. Óskað var eftir tillögum frá íbúum og í framhaldi ákveðið að leggja upp með sjö skilti í þessari lotu. 

Einnig er skilti sem til stendur að setja upp í Réttarnesi sem unnið hefur verið í samráði við aðgerðarráð Landmanna.

Skiltin eru sett upp á 2. hæð Miðjunnar fyrir framan skrifstofu Rangárþings ytra með það að markmiði að ef villur leynast í texta þá sé komið auga á þær núna, áður en þau verða sett upp utandyra.

Öllum ábendingum um það sem betur má fara fögnum við!

Skiltin eru til yfirlestrar fram að mánudeginum 4. apríl.

 

Hvernig get ég komið ábendingum á framfæri ?

  • Þú getur skrifað inn á skiltin (það má í alvöru)
  • Þú getur sent upplýsingar á ry@ry.is
  • Þú getur sent ábendingu í gegnum Facebook síðu sveitarfélagsins
  • Þú getur komið með ábendingar við afgreiðslu sveitarfélagsins

Skiltin verða ekki gerð aðgengileg með rafrænum hætti þar sem líklegt er að þau komi til með að breytast, hægt er að senda skilti í tölvupósti til þeirra sem þess óska. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?