Framlenging á ratleik

Tekin hefur verið ákvörðun um að framlengja ratleiknum Ferðumst um sveitarfélagið til 24. ágúst. Er því kjörið að skella sér í bíltúr á næstu dögum og taka þátt! Dregið verður úr leiknum 25. ágúst.

Ratleikurinn er fyrsta verkefnið á vegum Heilsueflandi samfélags og er hann hvatning fyrir fólk að vera saman, ferðast og hreyfa sig þar sem á hverri stöð er smá æfing. Ratleikurinn krefst þess að fara akandi þar sem stöðvarnar eru á víð og dreif um sveitarfélagið. Er því mælt með að taka með sér nesti og gera sér glaðan dag saman.

Í sundlauginni á Hellu er að finna blað sem fylla þarf út á meðan ratleik stendur yfir, blaðið er einnig hægt að nálgast á rafrænu formi hér.

Áfangastaðir ratleiksins eru 10 talsins og á hverri stöð er:

  • Spurning, fyrir yngri kynslóðina
  • Æfing
  • Vísbending um næsta áfangastað

Þegar ratleik er lokið skal skila blaðinu útfylltu í sundlaugina á Hellu eða á Laugalandi og er frítt í sund fyrir alla þátttakendur.

Hægt er að skila inn blöðunum til og með 24. ágúst. Þann 25. ágúst verður dregið úr pottinum þar sem veglegir vinningar verða í boði!

Góða skemmtun!

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?