Fréttabréf Rangárþings ytra hefur verið gefið út

Á 28. fundi sveitarstjórnar þann 2. febrúar 2012 var ákveðið að gefa út fréttabréf á vegum sveitarfélagsins. Í ritstjórn voru skipuð þau Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Katrín Sigurðardóttir og Gunnar Aron Ólason. Þetta er liður í stefnu sveitarstjórnar um betri upplýsingagjöf til íbúa sveitarfélagsins en mikill vilji er til að opna stjórnsýsluna eins og kostur er. Það er von ritstjórnar að fréttabréfiinu verði vel tekið en undirstofnanir sveitarfélagsins og ýmis félagasamtök í sveitarfélaginu sendu inn efni í fréttabréfið eftir að ritstjórn óskaði eftir því.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?