Friðland í Þjórsárverum - undirrritun og móttaka í Árnesi

FÖSTUDAGINN 21. JÚNÍ 2013 kl. 15:00 mun umhverfis- og auðlindaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson undirrita friðlýsingarskilmála vegna friðlands í Þjórsárverum í Árnesi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Við sama tækifæri munu fulltrúar sveitarfélaganna undirrita yfirlýsingu um friðlýsinguna.

UNDANFARIÐ hefur verið unnið að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum, en verin voru fyrst friðlýst árið 1981. Markmið með stækkun friðlandsins er að tryggja víðtæka og markvissa verndun gróðurlendis, vistkerfa veranna, rústamýrarvistar, varpstöðva heiðagæsa, víðernis, sérstakrar landslagsheildar og menningarminja, auk fræðslu til almennings um verndargildi svæðisins.

Eftir undirritunina verður móttaka í FÉLAGSHEIMILINU ÁRNESI. Allir velkomnir.

  • Umhverfisráðuneytið
  • Umhverfisstofnun
  • Akrahreppur
  • Ásahreppur
  • Rangárþing ytra
  • Bláskógabyggð
  • Eyjafjarðarsveit
  • Hrunamannahreppur
  • Húnavatnshreppur
  • Skeiða- og Gnúpverjahreppur
  • Sveitarfélagið Skagafjörður
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?