Friðlýstar fornleifar úr lofti

Hádegisfyrirlestur á miðvikudögum kl. 12:00 í sal Þjóðminjasafns Íslands. Ragnheiður Gló Gylfadóttir og Kristborg Þórsdóttir segja frá rannsókninni Friðlýstar fornleifar úr lofti: Þróun skráningaraðferða á uppblásnum svæðum í Rangárþingi ytra. Kynntar verða niðurstöður tilraunaverkefnis sem miða að þróun nýrra aðferða við rannsóknir og skráningu á uppblásnum fornminjum úr lofti. Í verkefninu var notast við loftmyndatöku með flygildi. Í rannsókninni er stigið mikilvægt skref í þá átt að þróa fljótlega og ódýrar aðferðir við skráningu stakra minjastaða og stærri minjasvæði með því að nota myndmælingu (e. Photogrammetry) og þá möguleika sem í henni felast.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?