Frístundastyrkur

Samþykkt var á fundi sveitarstjórnar í Desember 2022 að taka upp frístundastyrk á árinu 2023. 

Heimilt er að ráðstafa frístundastyrknum hvenær sem er á árinu (1. janúar til 31.desember) óháð fjölda greina/námskeiða. Markmið og tilgangur Frístundastyrksins er að öll börn í Rangárþingi ytra, 6-16 ára (á árinu), geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum.

Árið 2023 er styrkurinn 50.000 krónur á hvert barn.

Nánar um frístundastyrk hér.

Hægt er að nýta frístundastyrkinn fyrir þær íþróttagreinar sem kynntar eru í þessum bækling. Frístundastyrkurinn nær þó yfir fleira en nefnt er í þessum bækling s.s. Tónlistarnám.

 

Ef einhverjar athugasemdir eru við bæklinginn vinsamlegast sendið tölvupóst á ry@ry.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?