Frjálsíþróttaæfingar á íþróttavellinum á Hellu

Ungmennafélagið Hekla verður með frjálsíþróttaæfingar á íþróttavellinum á Hellu í sumar sem hefjast nú að loknu landsmóti. Æfingarnar verða á mánudögum kl: 14.00 - 15.15. Æfingar eru öllum opnar, hvort sem þeir eru í Heklu eða öðrum félögum.

Þjálfari verður Rúnar Hjálmarsson. Æfingarnar verða þáttakenndum að kostnaðarlausu. Viljum við hvetja alla sem áhuga hafa á að vera með að mæta og taka þátt. Einnig viljum við hvetja foreldra til þess að benda börnum sínum á þessar æfingar og hvetja þau til að mæta.

Nánari upplýsingar gefur Guðmundur í síma: 868-1188.

 

Umf. Hekla

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?