Frjálsíþróttamót Umf Heklu föstudaginn 27. apríl

Á föstudaginn 27. apríl (næsta föstudag) milli klukkan 15.00 og 16.30 ætlar Umf. Hekla að standa fyrir smá frjálsíþróttamóti í íþróttahúsinu á Hellu.  Mótið verður fyrir krakka í 1.-4. bekk.  Keppt verður í 30m hlaupi, langstökki og pílukasti.  Einnig munu 4. bekkingar keppa í hástökki.  Öllum krökkum í sýslunni er boðin þátttaka.  Allir krakkar fá verðlaunapening.  Þeir krakkar sem eru á skóladagheimilinu geta komið og tekið þátt og verður þeim skilað þangað aftur.  Viljum við hvetja alla foreldra sem hafa tíma til að koma og fylgjast með og jafnvel aðstoða við framkvæmd mótsins.

Nánari upplýsingar gefur Guðmundur í síma 868-1188.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?