Fundarboð - 4. fundur byggðaráðs Rangárþings ytra

FUNDARBOÐ

4. fundur byggðarráðs Rangárþings ytra verður haldinn að Suðurlandsvegi 1-3, miðvikudaginn 3. ágúst 2022 og hefst kl.
08:15.

Dagskrá:
Almenn mál

1. 2009044 - Útisvæði
Tímabundin staðsetning brettagarðs á Hellu

Almenn mál - umsagnir og vísanir

2. 2207041 - Rangárbakkar 6. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis
Egill Benediktsson fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna
beiðni Arnars Freys Ólafssonar fyrir hönd félagsins Southdoor ehf um rekstrarleyfi til
veitingareksturs í flokki III í húsnæði félagsins að Rangárbakka 6 á Hellu.

3. 2207035 - Grásteinsholt. Beiðni um umsögn vegna gistingar
Egill Benediktsson fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna
beiðni Haraldar Eiríkssonar fyrir hönd félagsins Holtungar ehf um rekstrarleyfi til
gistingar í flokki II, tegund H í húsnæði forsvarsmanns á lóðinni Grásteinsholt í
Rangárþingi ytra.
Mál til kynningar

4. 2207042 - iCert - jafnlaunavottun 2022-2025
Rangárþing ytra hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012
og þar með öðlast heimild Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið til næstu þriggja ára.

5. 2207040 - Drög að stefnu um verndun og rannsóknir á fornleifum og byggingararfi

29.07.2022
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, formaður byggðarráðs.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?