Rangárþing ytra varð til í júní 2002 við sameiningu Rangárvallahrepps, Holta- og Landsveitar og Djúpárhrepps.
Hingað til hafa fundargerðir hreppsnefndar frá árunum 2002–2014 aðeins verið aðgengilegar sem skönnuð pdf-skjöl á heimsíðu sveitarfélagsins en nýlega fórum við í það verkefni að setja þær inn á leitanlegu formi. Það þýðir að nú er hægt að lesa þær á sama formi og nýrri fundargerðir, skoða hverja og eina fyrir sig og ýta á Ctrl+f til að leita í þeim.
Aðgengi að upplýsingum um stjórn sveitarfélagsins frá stofnun þess hefur því verið stórbætt og bæði er gagnlegt og gaman að grúska í þessum skjölum til að sjá hvað hefur verið í gangi hér síðustu áratugi, því það er ansi margt.
Hægt er að nálgast þessar eldri fundargerðir með því að smella hér.
Fundargerðir allra nefnda sveitarfélagsins má svo nálgast hér sem endranær.