Fundur með starfshópi um Friðland að Fjallabaki

Miðvikudaginn, 20. janúar nk. kl. 16:00 býður starfshópur um Friðland að Fjallabaki til opins fundar í húsnæði safnarðarheimili Oddasóknar, Dynskálum 8, 850 Hellu. Umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði starfshópinn þann 29. júlí 2015. Markmið með skipun starfshópsins er að styrkja stöðu svæðisins, leita leiða til að efla rekstur þess og kanna hvort tækifæri séu til að stækka svæðið.
 
Farið verður yfir verkefni starfshópsins og helstu áherslur kynntar. Fundarmönnum gefst kostur á að koma á framfæri fyrirspurnum og ábendingum til starfshópsins. Gert er ráð fyir að fundi ljúki kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?