Fundur sveitarstjórnar með þingmönnum Suðurkjördæmis

Fundur sveitarstjórnar með þingmönnum Suðurkjördæmis

Mánudaginn 1. október kl. 18 fór fram fundur sveitarstjórna sveitarfélaganna í Rangárvallasýslu með þingmönnum Suðurkjördæmis í fundarsal Miðjunnar á Hellu. Fundurinn var hluti af yfirferð þingmannanna í kjördæmaviku og stóð í um 3 klst.

Á fundinn mættu fyrir hönd Rangárþings ytra þau Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Anna María Kristjánsdóttir, Gunnar Aron Ólason og Gunnsteinn R. Ómarsson. Tveir fulltrúar mættu fyrir hönd Rangárþings eystra og einn fyrir hönd Ásahrepps. Þeir þingmenn sem mættu á fundinn voru Björgvin G. Sigurðsson, Eygló Harðardóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Atli Gíslason, Árni Johnsen og Sigurður Ingi Jóhannsson.

Eins og venja er kynntu sveitarfélögin sín áherslumál gagnvart ríkisvaldinu og lögðu línurnar um hvernig best væri að koma málum í framkvæmd. Þau atriði sem fulltrúar Rangárþings ytra fjölluðu m.a. um á fundinum voru:

  • Hjúkrunarheimilið Lundur, stækkun, viðbygging og rekstrarmál.
  • Brú yfir Þverá, samgöngubætur og öryggismál.
  • Landvegur, bundið slitlag og uppbygging vegar.
  • Virkjanamál og rammaáætlun.
  • Fjarskiptamál í dreifbýli, háhraðatengingar.
  • Heilsugæslumál, mikilvægi grunnþjónustu. Þakkir færðar fyrir veittan stuðning.
  • Minka- og refaeyðing, lagaumhverfi og samskipti við ríkið.

Þingmenn voru beðnir um að taka áherslur sveitarstjórnarmanna alvarlega og óskað var eftir tíðari samskiptum í framtíðinni um málefni samfélagsins.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?