Fyrirlestur frá KVAN fyrir forráðamenn og börn

Lilja frá Kvan verður með fyrirlestur fyrir forráðamenn og börn


Hvar: Menningarsalnum Dynskálum 8 Hellu
Hvenær: Fimmtudaginn 6. október Kl. 17:00

Fyrirlesturinn fjallar um sjálfstraust og samanburð. Hvernig við dæmum, dáumst af fólki og miðum okkur við aðra. Farið er yfir hvernig samfélagsmiðlar hafa áhrif á sjálfsálit okkar og hvaða venjur geta haft áhrif á hvernig sjálfsmyndin okkar mótast. Skoðað verður hvers vegna það reynist sumum auðvelt að samgleðjast og setja sína hamingju í fyrsta sæti en öðrum erfitt.
Litið er á fimm leiðir til þess að bæta sjálfstraustið, þar sem lítil skref í "sjálfstali" spila stóran þátt.


Hvetjum alla til að mæta.

Foreldrafélag Grunnskólans á Hellu
Ungmennafélagið Hekla
Íþróttafélagið Garpur
Heilsueflandi samfélag Rangárþings Ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?