Fyrirlestur um næringarfræði fyrir íbúa Rangárþings ytra
Sem hluti af verkefninu Heilsueflandi samfélag í Rangárþingi ytra er boðið upp á fyrirlestur um næringarfræði. Við höfum fengið næringarfræðinginn Fríðu Rún Þórðardóttur til liðs við okkur og verður hún með fyrirlestur í gegnum ZOOM fjarfundabúnað mánudagskvöldið 26. apríl nk. klukkan 20:15.
 
Hlekkur á fyrirlesturinn verður aðgengilegur á heimasíðu sveitarfélagsins www.ry.is sem og á Facebook síðu sveitarfélagsins Facebook.com/Rangárþing ytra.
 
 
Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag í Rangárþingi ytra
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?