Fyrsta lamb ársins!

Þegar Kristinn Guðnason bóndi í Árbæjarhjáleigu 2 og fjallkóngur á Landmannaafrétti kom í fjárhúsin í kvöld sá hann að ein ærin var eitthvað undarleg. Þegar betur var að gáð kom í ljós að hún var að bera þessum bráðmyndarlega lambhrút og erum við nokkuð viss um að þetta er fyrsta lamb ársins.
 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?