f.v. Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþingi ytra, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri Ásahrepps, Hjal…
f.v. Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþingi ytra, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri Ásahrepps, Hjalti Tómasson varaoddviti Rangárþings ytra og formaður stjórnar Brunavarna, Leifur Bjarki Björnsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Rangárvallasýslu, Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri Rangárþings eystra og Guðmundur Gíslason stjórnarmaður í Brunavörnum Rangárvallasýslu.

Brunavarnir Rangárvallasýslu hafa fest kaup á hluta af iðnaðarhúsi sem BR Sverrisson ehf er að byggja á Hellu. Fyrsta skóflustunga að húsinu og þar með nýrri slökkvistöð fyrir Brunavarnir Rangárvallasýslu var tekin í dag að viðstöddum sveitarstjórum og oddvitum í Rangárvallasýslu ásamt Slökkviliðsstjóra og stjórnarmönnum Brunavarna Rangárvallssýslu.

Húsið er alls 554fm2 en Brunavarnir kaupa 319 fm2 með 110fm2 millilofti. Húsið verður algjör bylting í aðstöðu fyrir Brunavarnir þar sem það leysir af hólmi eldra húsnæði sem nýtt hefur verið frá 1969 og er í miðju íbúðarhverfi á Hellu.

Gert ráð fyrir að nýtt hús verði tekið í notkun snemma árs 2020.

Fleiri myndir má finna á Facebook síðu Rangárþings ytra.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?