Fyrsti áfangi kominn í jörð

Ljósleiðaraverkefni sveitarfélagsins undir merkjum Rangárljóss gengur vel. Í vorhitanum undanfarna daga hefur Þjótandi plægt rör í jörð á fullum krafti.  Ljósleiðarastrengir og annað efni sem notað verður í verkefnið hefur verið að berast okkur og á meðan var ákveðið að setja rör í jörð í áfanga 5.  Verkinu er skipt upp í tólf áfanga.  Hver áfangi inniheldur misjafnlega mörg heimili allt frá þrettán í sextíu og þrjú. Vinna við þá tekur því mislangan tíma.  Til dæmis inniheldur áfangi fimm, sem nú er kominn í jörð, um þrjátíu og fimm kílómetra af rörum. Á næstu vikum verður hafist handa við að blása ljósleiðarastrengjum í áfanga fimm og ganga endanlega frá tengiboxum á tengistöðum. Hafist hefur verið handa við jarðvegsvinnu í áfanga 1.

Fréttir birtast jafnóðum á rangarljos.net

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?