Nýstofnað fjölmenningarráð Rangárþings ytra kom saman í fyrsta sinn nýlega. Sveitarstjórn kallaði eftir framboðum til setu í ráðinu fyrr á árinu og bárust allnokkrar umsóknir og tilnefningar.
Með þessu fylgir Rangárþing ytra fordæmi annarra sveitarfélaga sem hafa sett á fót fjölmenningarráð með því markmiði að efla inngildingu innflytjenda og mæta betur þörfum þeirra sem hingað koma erlendis frá.
Í Rangárþingi ytra er hlutfall íbúa af erlendu bergi brotnu rúm 20% og því eðlilegt að huga betur að þessum málaflokki.
Ráðið skipa þau Laima Jakaite, Brenna Elizabeth Scheving, Arilíus Marselínuson, Magdalena Przewlocka og Muhammad Azfar Karim. Varamenn þeirra eru Gábor Tengely, Diego Pinero Pinera, Silje Dalen, Nerius Berzanskis og Joanna Sakowicz.
Við bjóðum þau velkomin til starfa í ráðinu og hlökkum til að vinna með þeim.
Meðal fyrstu verkefna ráðsins verður þátttaka í sameiginlegri fjölmenningarhátíð með Rangárþingi eystra á Hvolsvelli.
Hátíðin verður haldin í íþróttahúsinu á Hvolsvelli þann 10. maí á milli kl. 14 og 16 og hvetjum við íbúa eindregið til að kíkja við.
//
First Meeting of the Multicultural Council
The newly established Multicultural Council of Rangárþing ytra recently held its first meeting. Earlier this year, the municipal council called for nominations to serve on the council, and several applications and nominations were received.
With this, Rangárþing ytra follows the example of other municipalities that have established multicultural councils with the aim of enhancing the inclusion of immigrants and better meeting the needs of those who come here from abroad.
In Rangárþing ytra, the proportion of residents of foreign origin is just over 20%, making it important to pay closer attention to this area.
The council members are Laima Jakaite, Brenna Elizabeth Scheving, Arilíus Marselínuson, Magdalena Przewlocka, and Muhammad Azfar Karim. Their substitutes are Gábor Tengely, Diego Pinero Pinera, Silje Dalen, Nerius Berzanskis, and Joanna Sakowicz.
We welcome them to the council and look forward to working with them.
Among the council's first tasks will be participation in a joint multicultural festival with Rangárþing eystra in Hvolsvöllur.
The festival will be held at the Hvolsvöllur sports hall between 2 PM and 4 PM, and we strongly encourage residents to drop by.
More information about the festival here.