f.v. Guðlaug Birta Davíðsdóttir, Árbjörg Sunna Markúsdóttir, Goði Gnýr Guðjónsson og Veigar Þór Víði…
f.v. Guðlaug Birta Davíðsdóttir, Árbjörg Sunna Markúsdóttir, Goði Gnýr Guðjónsson og Veigar Þór Víðisson.
Garpur/Hekla átti fimm keppendur á meistaramóti Íslands aðalhluta, sem fór fram nú um helgina. Vitaskuld bættu okkar keppendur sig mikið og í nokkrum tilfellum stríddu þau reyndari íþróttamönnum.
 
Má þar helst nefna að Goði Gnýr Guðjónsson varð 8. í 400m hlaupi, hljóp á 54,14 og varð 4. í 800m, hljóp á 2:05,91, sem er bæting og aðeins tæpri hálfri sekúndu frá bronsinu.
 
Veigar Þór Víðisson stökk vel í langstökki og komst í úrslit. Hans lengsta stökk var 5,70, sem er bæting og hafnaði í 7.sæti.
 
Þá bættu þau Árbjörg Sunna, Guðlaug Birta og Martin Patryk sig einnig vel í sínum greinum.
 
Frá því í maí síðastliðnum hefur verið boðið upp á æfingar fyrir eldri iðkendur hjá Garp/Heklu í frjálsum, og nokkur fjöldi framhaldsskólanema sem stunda nú æfingar í heimahéraði. Það var því ánægjulegt að sjá okkar fólk standa sig með glæsibrag í dag, en okkar keppendur voru á aldrinum 15-17 ára og að stíga sín fyrstu skref í keppni við fullorðina íþróttamenn.
 
Það er góð þróun, að okkar íþróttafólk keppir nú í auknu mæli á 15-22 ára mótum og í fullorðinsflokkum. Íþróttir eru ekki bara afþreying barna, heldur einnig hollur lífsstíll til að tileinka sér í lífinu. Það er of algengt á landsbyggðinni, sú hugsun að íþróttastarf sé aðeins fyrir börn á grunnskólaaldri. Við erum að standa okkur vel í að snúa við þeirri þróun, skapa hefð fyrir góðum íþróttamönnum og að börn og ungmenni tileinki sér holla lífshætti og hreyfingu allt sitt líf.
 
Hærra, lengra, hraðar, áfram Garpur/Hekla!
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?