Gaman saman um áramótin

Foreldrar geta haft afgerandi áhrif á hvað þeirra unglingur gerir með því að fylgja honum vel eftir, vera góð fyrirmynd og bjóða upp á samveru sem er gefandi fyrir unglinginn. 
Kannanir hafa sýnt að unglingar sem verja miklum tíma með fjölskyldu sinni, búa við umhyggju, aðhald og stuðning foreldra eru líklegri til að forðast áhættuhegðun, s.s. áfengis- og fíkniefnaneyslu. Þau eru einnig líklegri til að standast neikvæðan hópþrýsting.

Með ósk um góð og gleðileg áramót,

Forvarnarhópur Rangárþings eystra.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?