Garðsláttur fyrir elli- og örorkulífeyrisþega

Við minnum elli- og örorkulífeyrisþega á að sækja um garðslátt á vegum sveitarfélagsins vilji þeir nýta sér þjónustuna í sumar.

Reglur um garðslátt má nálgast hér og hægt er að sækja um slátt á skrifstofu Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða á ry@ry.is.

Þjónustan er ellilífeyris- og örorkulífeyrisþegum að kostnaðarlausu.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?