Guðlaug Birta sem stendur vinstra megin á myndinni var hluti af 4x200m boðhlaupssveit HSK í flokki 1…
Guðlaug Birta sem stendur vinstra megin á myndinni var hluti af 4x200m boðhlaupssveit HSK í flokki 15 ára stúlkna sem urðu íslandsmeistarar á tímanum 1:58,79.
Íslandsmeistaramót 15-22 ára í frjálsíþróttum fór fram núna um helgina í Laugardalshöllinni.
 
Garpur/Hekla mætti þar til leiks með 10 keppendur sem hluti af sterku liði HSK. HSK liðið hafnaði í 3.sæti í heildarkeppninni og sigraði einnig flokka 15 ára stúlkna og 15 ára pilta.
 
Keppendur Garps/Heklu voru í miklum bætingarham og náðu sér í 10 verðlaun á mótinu. Mest fór þar fyrir þeim Guðlaugu Birtu Davíðsdóttur og Goða Gný Guðjónssyni, en bæði unnu til þriggja verðlauna.
 
Goði Gnýr tók gull og varð þar með íslandsmeistari í 800m hlaupi á tímanum 2:07,39. Þá tók hann silfur í 400m á tímanum 54,32 og var í sveit HSK í 4x200m boðhlaupi sem hljóp á 1:42,30 og fékk brons. Í sveitinni voru einnig Martin Patryk Srichakham og Olgeir Otri Engilbertsson.
 
Guðlaug Birta Davíðsdóttir hlaut silfur í langstökki með risastökki, 4,74 sem er bæting um 16cm. Þá fékk hún silfur í 300m hlaupi, hljóp á tímanum 47,91, í sama hlaupi var Edda Margrét skamt undan í 4.sæti. Að lokum varð Guðlaug Birta hluti af 4x200m boðhlaupssveit HSK í flokki 15 ára stúlkna sem urðu íslandsmeistarar á tímanum 1:58,79.
 
Félagarnir Veigar Þór Víðisson og Þórbergur Egill Yngvason unnu svo til sitthvorra bronsverðlaunana, Veigar Þór í kúluvarpi, kastaði 11,96 og Þórbergur í 60m grind, hljóp á 9,92.
 
Glæsilegur árangur í alla staði og bætingar hjá öllum iðkendum. Keppnistímabilið heldur svo áfram, en framunand eru Íslandsmeistaramót 11-14 ára,
Bikarkeppnir og íslandsmeistaramót fullorðinna, þar sem má búast við að einhverjir af iðkendum Garps/Heklu stígi sín fyrstu skref í keppni í fullorðinsflokkum.
HÆRRA, LENGRA, HRAÐAR, ÁFRAM GARPUR/HEKLA!
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?