29. september 2025
Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir kynnir til sölu eign Ríkissjóðs Íslands, að Geldingalæk, 851 Hellu skammt frá Gunnarsholti og Ketilhúshaga (tengivegur nr. 268). Um er að ræða mannvirki á 3,5 ha stofnaðri leigulóð með landnúmer 219997 og fastanúmer 224-5382. Eignin samanstendur af reisulegu aðalhúsi, upphaflega byggðu 1954, sem er 591,7 fm á þremur hæðum auk kjallara, og fjárhúsi, byggðu 1950, alls 263,8 fm. Húsið hýsti meðferðarheimili fyrir ungmenni og er skráð sem slíkt.
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá FSRE eða með því að senda tölvupóst á hrund.einarsdottir@fsre.is
Sjá link.