07. ágúst 2025
Völlurinn í dag, 7. ágúst 2025. Búið er að leggja hitalagnirnar og næsta skref verður að koma grasinu á.
Framkvæmdir við gervigrasvöllinn á Hellu hafa verið í fullum gangi undanfarið og upphaflega stóðu vonir til þess að geta vígt hann um miðjan ágúst.
Eins og gengur og gerist hafa þó orðið tafir vegna aðfanga og núna er gert ráð fyrir að völlurinn verði klár í september.
Fótboltasamfélagið er orðið mjög spennt að taka völlinn í notkun og nú fer að styttast í það. Völlurinn mun efla fótboltann til muna og nýtast öllum flokkum til æfinga og keppni.