03. nóvember 2025
Gervigrasvöllurinn á Hellu er tilbúinn og hefur verið tekinn í notkun til æfinga. Mörkin eru komin upp og bráðabirgðalýsing verður tilbúin fljótlega.
Það verður því hægt að nota völlinn til æfinga í vetur.
Opnunarhátíð vallarins verður síðan haldin í apríl 2026 og verður hún auglýst þegar nær dregur.
Til hamingju með völlinn Rangæingar!


