Unnið er að gerð fjárhagsáætlunar þessa dagana og uppfærsla gjaldskráa er hluti af þeirri vinnu. Sveitarstjórn samþykkti nýja gjaldskrá Odda bs. sem tekur gildi 1. janúar 2026 á síðasta fundi sínum. Oddi bs. er byggðasamlag Rangárþings ytra og Ásahrepps sem annast rekstur leik- og grunnskólanna á Hellu og Laugalandi.
Í bókun fundar segir:
„Lögð fram og rædd tillaga að gjaldskrá fyrir Odda bs fyrir árið 2026. Lagðar eru til lítisháttar breytingar til einföldunar varðandi stigskiptingu gjaldskrárinnar. Gert er ráð fyrir að leikskólagjöld, fæðisgjöld, gjöld vegna skóladagheimila og önnur gjöld hækki í samræmi við verðlagsþróun. Gjaldskráin tekur gildi 1. janúar 2026. Gjaldskráin samþykkt samhljóða.“
Gjaldskráin hefur verið einfölduð lítillega og hækkanir eru eingöngu sem nemur verðlagsþróun.
Nýja gjaldskrá má skoða hér fyrir neðan: