Götusópun á Hellu 3.–7. maí

Götusópun fer fram á Hellu mánudaginn 6. maí og þriðjudaginn 7. maí auk þess sem þjónustumiðstöð mun vinna að undirbúningi götusópunar föstudaginn 3. maí.

Sveitarfélagið biðlar til íbúa að sjá til þess að pláss verði til að sópa allar götur. Því þarf að passa að ökutækjum sé ekki lagt á götum meðfram gangstéttum þessa daga.

Einnig minnum við eigendur númerslausra bíla, kerra og annarra ökutækja á að fjarlægja þau hið fyrsta. Að öðrum kosti verður gripið til notkunar álímingarmiða og tækin í kjölfarið fjarlægð.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?