Grænfáninn mun blakta við hún á Heklukoti

Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár en sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Það var í maí 2011 sem leikskólinn Heklukot var skráður „skóli á grænni grein“. Í framhaldi af því voru skrefin sjö stigin í leik og starfi skólans. Þar hefur verið lögð áhersla á átthagana og hefur samstarf leikskólans við Lund og samfélagið á Hellu verið dýrmætt við vinnu verkefnisins.

Það er gaman að segja frá því að leikskólinn hefur náð því markmiði að fá leyfi til að flagga Grænfánanum. Afhending Grænfánans verður á vorhátíð leikskólans 12. maí nk. Þá verður hátíð í bæ. Við viljum þakka börnum, foreldrum og öllum þeim sem hafa stutt við starf leikskólans kærlega fyrir okkur.

Bestu kveðjur, Sigga Birna og Sigdís verkefnastjóri.

  • Greinargerð með umsókn Heklukots um Grænfána. Í henni eru lýsing á starfinu, viðtöl við krakkana og myndir.  Smellið hér til að sjá greinargerðina.
  • Hér er hægt að lesa meira um Grænfánann.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?