Grunnskólinn á Hellu og Laugalandsskóli taka þátt í Skólahreysti

Grunnskólinn á Hellu og Laugalandsskóli taka þátt í Skólahreysti fimmtudaginn 28. apríl.

Sýnt er frá keppninni í beinni útsendingu á RÚV. Laugalandsskóli ríður á vaðið og keppir kl. 17 en Grunnskólinn á Hellu kl. 20. 

Frá Laugalandsskóla:
Laugalandsskóli mætir til leiks með lið í Skólahreysti þetta árið en keppnin hefur verið haldin árlega frá árinu 2005 og má með sanni segja að það ríki mikil tilhlökkun meðal krakkanna að fá að taka þátt í þessari skemmtilegu keppni.

Keppnin hefst kl. 17:00 og stendur til 18:00. Liðið okkar er með Turkísbláan þemalit sem gaman væri að hafa sýnilegan í stúkunni.

Keppendur að þessu sinni eru:

  • Vikar Reyr Víðisson, upphífingar og dýfur.
  • Esja Nönnudóttir, armbeygjur og hreystigreip.
  • Sumarliði Erlendsson og Svanborg Jónsdóttir, hraðaþraut.
  • Steindór Orri Þorbergsson og Sylvía Sif Sigurðardóttir, varamenn.

Frá Grunnskólanum á Hellu

Keppendur að þessu sinni er:

  • Davíð og Jónína – hraðabraut
  • Veigar Þór – upphýfingar og dýfur
  • Þórhildur Lotta – hreystigreip og armbeygjur.
  • Guðrún og Kristófer Árni eru varamenn. 

Ekki má gleyma að nefna stuðningslið Grunnskólans á Hellu en þar munu nemendur 8. -10. bekkjar gegna lykilhlutverki í að hvetja keppendur áfram með trommuslætti, hvatningarhrópum og eintómri gleði.

Við viljum hvetja alla bæði konur og kalla til að horfa á keppnina, ekki síst með yngri nemendum skólanna til að ýta undir áhuga komandi keppenda.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?