Grunnskólinn Hellu auglýsir eftir starfsmanni til aðstoðar í mötuneyti

Við leitum að duglegum og þjónustuliprum einstaklingi til starfa í mötuneyti Grunnskólans Hellu.

Í starfinu felast fjölbreytt störf í eldhúsi sem og framreiðsla í mötuneyti.

Um framtíðarstarf getur verið að ræða.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla af sambærilegu starfi
  • Frumkvæði
  • Snyrtimennska og þjónustulund

Umsóknarfrestur er til 12. ágúst nk.

Nánari upplýsingar veita:

Kristín Sigfúsdóttir skólastjóri, kristins@grhella.is

Hafdís Dóra Sigurðardóttir kokkur í síma 897 2616, dorakokkur@gmail.com

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?