Grúví tónlistarveisla 1. nóv - Frítt inn

Funk Soul blúsbandið RÓT heldur tónleika á Midgard Base Camp á Hvolsvelli, laugardaginn 1. nóvember n.k. 

Hér er tilkynning frá bandinu:

Það verður heldur betur stuð og stemning á Midgard Base Camp á laugardaginn n.k. 1 Nóvember! Kl 21:00 !!! Hljómsveitin Rót heldur grúv veislu - og þér er boðið. Við erum að tala um funky blús og sálarríkar tónsmíðar sem fá fæturna til að tifa í takt og mjaðmirnar til að swinga. Hvort sem þú ert heimamaður eða gestur í bænum — þá er þetta partý sem þu vilt ekki missa af! Funk skotinn rythma blús í anda Allman brothers, Bill Withers, Dr. John, Sly and family Stone, The Meter's o.m.fl. snillinga.

Rót hefur grúvvitund að leiðarljósi og við tökum samfélagslega ábyrgð alvarlega. Laugardagskvöld 1. nóv á Midgard á Hvolsvelli. Tónleikarnir byrja kl. 21:00 Frítt inn! Bara koma og njóta! Hljómsveitarmeðlimir: Söngur, gítar -- Guðmar Elís Pálsson, Hljómborð -- Jón Steinar Jónsson, Trommur -- Stefán Ingimar Þórhallsson, Bassi - - Bergur H. Birgisson.