Ný stjórn GHR. Á myndina vantar Guðrúnu gjaldkera og Guðlaug úr varastjórn.
Ný stjórn GHR. Á myndina vantar Guðrúnu gjaldkera og Guðlaug úr varastjórn.

Aðalfundur GHR var haldinn sl. fimmtudag, þann 28. október og mættu rúmlega 30 manns á fundinn.

Hjónin Óskar Pálsson og Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir gáfu ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn, en Óskar hefur verið formaður félagsins í 21 ár og Katrín Björg hefur gengt gjaldkerastöðunni jafn lengi.

Guðmundur Ágúst Ingvarsson var kosinn nýr formaður, en hann hefur verið búsettur í Holtunum undanfarin ár. Hann hefur langa reynslu af stjórnunarstörfum í íþróttahreyfingunni. Var um árabil formaður HSÍ og sat um tíma í stjórn ÍSÍ. Guðrún Arnbjörg Óttarsdóttir var kosin gjaldkeri, en aðrir stjórnarmenn gáfu kost á sér áfram.

Einar Long var endurkjörinn varaformaður, Bjarni Jóhannsson ritari og Guðný Rósa Tómasdóttir meðstjórnandi. Varastjórn skipa þeir Guðlaugur Karl Skúlason og Friðrik Sölvi Þórarinsson.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?