Handverksfólk í Rangárþingi!

Handverksfólk í Rangárþingi athugið!

Jólamarkaður í Miðjunni - laus borð

Handverksmarkaður verður föstudaginn 9.desember nk. kl.10-18:00 í Miðjunni á Hellu.

Þennan dag stendur Hugverk í heimabyggð fyrir handverksmarkaði í húsinu. Til þess að standa straum af þeim kostnaði sem til fellur vegna viðburðarins kostar 1000 kr að leigja borð.

Vinsamlegast sendið inn pantanir á söluborðum sem fyrst eða í síðasta lagi mánudaginn 5.desember.nk þar sem fram kemur hvaða viðkomandi bíður uppá ásamt símanúmeri..

Netfang: sigein@joklamus.is eða Iceglowdesign@gmail.com

Einnig er hægt að senda inn skilaboð í gegnum síðu Hugverks í heimabyggð hér á Facebook.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?