Harmonikkumessa í Árbæjarkirkju

Harmonikumessa verður haldin í Árbæjarkirkju í Rangárþingi ytra á sunnudaginn kemur kl.14.00. Þetta er fimmta messan sem haldin er með þessu sniði á jafnmörgum árum. Upphafsmaður að þessum viðburði var Jóhann Bjarnason á Hellu sem lést í febrúar síðastliðnum. Sr. Halldóra Þorvarðardóttir sér um guðsorðið en Harmonikufélag Rangæinga um tónlistina. Messur þessar eru að jafnaði vel sóttar og eru skemmtileg tilbreyting frá hinu hefðbundna messformi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?