Egger Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra og stjórnarformaður Sorpstöðvar Rangárvallsýslu bs…
Egger Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra og stjórnarformaður Sorpstöðvar Rangárvallsýslu bs. og Haukur Þórðarson handsala ráðninguna.

Haukur Þórðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.

Haukur er vélvirkjameistari og búfræðingur, búsettur á Selfossi.

Hann hefur starfað sem kennari og umsjónarmaður véla, bíla, verkstæðis og tæknibúnaðar í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri frá 2005.

Hann mun hefja störf við Sorpstöðina 1. janúar 2026.

Við bjóðum Hauk velkominn til starfa og óskum honum velfarnaðar.