Heilsuefling eldri aldurshópa

Nýir þátttakendur velkomnir!

Frá því að Rangárþing ytra varð heilsueflandi samfélag hefur verið boðið uppá heilsueflingu eldri aldurshópa undir handleiðsu Anítu Þorgerðar Tryggvadóttur íþrótta- og heilsufræðings. Þátttaka er án endurgjalds og gefur eldri einstaklingum kost á að koma saman og eiga góðar stundir. Þjálfunin fer fram í íþróttamiðstöðinni á Hellu ásamt heilsubótargöngum utandyra.

Æfingarnar eru á mánudögum frá kl. 11-13 og fimmtudögum frá kl. 16-18.

Lögð er áhersla á þol- og styrktarþjálfun samhliða liðkandi æfingum þar sem farið er eftir helstu ráðleggingum Lýðheilsustöðvar og alþjóðlegra heilbrigðissamtaka um hreyfingu sem mæla með 30 mínútna hreyfingu alla daga vikunnar þar sem styrktrarþjálfun er stundið að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku.

Gætt er að sóttvörnum og fylgt í einu og öllu reglum sóttvarnaryfirvalda vegna COVID-19.

Nánari upplýsingar veitir Aníta Þorgerður Tryggvadóttir
á netfanginu anitatryggva@gmail.com eða í s: 8657652.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?