Heilsugæsla í Rangárþingi - hvað hefur áunnist?

Á fundi sveitarstjórnar Rangárþings ytra 11. janúar s.l. var umræða um heilbrigðisþjónustu í Rangárþingi og ályktað um hana en ár er liðið frá sameiginlegri yfirlýsingu HSU með sveitarfélögunum í Rangárþingi um þau mál.

4. 1602040 - Heilsugæsla HSU í Rangárþingi
Umræða um hvað hafi áunnist í bættri heilbrigðisþjónustu í Rangárþingi nú þegar ár er liðið frá sameiginlegri yfirlýsingu með HSU um þau mál.
Þann 1. febrúar n.k. er liðið ár frá því að yfirstjórn HSU gaf út sameiginlega yfirlýsingu með sveitarfélögunum vegna heilsugæslu í Rangárþingi. Í yfirlýsingunni koma fram ýmiss atriði sem lúta að fyrirkomulagi heilbrigðisþjónustunnar í héraði og getið um fyrirhugaðar nýjungar í útfærslu og skipulagi til eflingar henni. Sveitarstjórn Rangárþings ytra telur mikilvægt að óska eftir sameiginlegum fundi með yfirstjórn HSU að nýju til að fara yfir hvað hefur áunnist á því ári sem nú er liðið. 

Óskað hefur verið eftir fundi með yfirstjórn HSU um málið og er hann á dagskrá á næstu dögum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?