Hérðasskjalavörður kallar eftir gögnum

Héraðsskjalavörður Rangárvallasýslu er Einar G. Magnússon. Hann hefur unnið ötullega að því að undanförnu að skrá og taka til geymslu í safnið mikið af gögnum frá Rangárþingi ytra og gömlu hreppunum sem mynduðu sveitarfélagið. Nánast allt skjalasafnið sem vistað var í geymslum sveitarfélagsins er nú komið á sinn stað í héraðsskjalasafninu. En Einar kallar eftir frekari gögnum sem tilheyrðu félögum í Land-, Holta-, Djúpár-, og Rangárvallahreppum sem hann vill gjarnan varðveita í Héraðsskjalasafninu sbr. meðfylgjandi lista.

Rangárþing ytra.

Fundargerðabækur, skjöl og gögn sem æskilegt væri að yrðu afhent héraðsskjalasafni.

Landmannahreppur.

Fundargerðir og gögn bygginganefndar.

Fundargerðir og gögn fræðslunefndar.

Fundargerðir og gögn fjallskilanefndar.

Gögn ungmennafélagsins Merkihvols.

-           Kvenfélagsins Lóu.

-           Sóknarnefndar Skarðskirkju.

Holtahreppur.

Fundargerðabækur sveitarstjórnar 1892-1948.

Fundargerðir og gögn fræðslunefndar frá 1958.

Gögn Búnaðarfélags Holtahrepps.

-             Nautgriparæktarfélags Holtahrepps.

-             Sauðfjárræktarfélags Holtahrepps.

-             Ungmennafélagsins Ingólfs.

-             Sóknarnefndar Haga- Marteinstungu- og Árbæjarkirkju.

Djúpárhreppur.

Gögn Búnaðarfélags Djúpárhrepps.

-             Ræktunarsambands Djúpárhrepps.

-             Ungmennafélagsins Framtíðarinnar.

-             Kvenfélagsins Sigurvonar.

-             Sóknarnefndar Hábæjarkirkju.

Rangárvallahreppur.

Fundargerðir og gögn fræðslunefndar 1934-1972.

Gögn Búnaðarfélags Rangárvallahrepps.

-             Nautgriparæktarfélags Rangárvallahrepps.

-             Sauðfjárræktarfélags Rangárvallahrepps.

-             Kvenfélagsins Unnar.

-             Kvenfélags Oddakirkju.

-             Flugbjörgunarsveitarinnar Hellu.

-             Sóknarnefndar Oddakirkju.

-             Sóknarnefndar Keldnakirkju.

Eflaust eru fleiri félög og sum gögn eru væntanlega glötuð.

Tökum einnig við skjölum frá einstaklingum.

Leiðbeiningar, aðstoð og upplýsingar veitir

Héraðsskjalavörður Rangárvalla og Vestur-Skaftafellssýslu.

Einar G. Magnússon einar@visir.is Sími 8938430.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?