Hestafólk athugið - ekki má ríða um gönguleiðina meðfram Ytri-Rangá
Sveitarfélagið vill árétta við hestafólk að ekki má ríða gönguleiðina meðfram Ytri-Rangá sem liggur meðfram Helluþorpi að Ægissíðufossi.
 
Borið hefur á að hestamenn hafi riðið á merktri gönguleið meðfram Ytri-Rangá, neðan hesthúsasvæðisins á Gaddstaðaflötum, og litið þannig á að um sé að ræða reiðleið til jafns á við gönguleið. Kvartanir þess efnis hafa borist.
 
Skipulags- og umferðarnefnd vill árétta að í aðalskipulagi fyrir Rangárþing ytra 2016-2028 er um að ræða merkta gönguleið en ekki reiðleið. Nefndin leggur til að aukið verði við merkingar þess efnis svo koma megi í veg fyrir árekstur gangandi fólks og hestamanna. Lögð er fram hugmynd að staðsetningu merkinga sbr. neðangreinda mynd: