
Á sumardaginn fyrsta opnaði nýr hjólagarður á leikvellinum við Ártún á Hellu.
Það er eldhuginn Diego Pinero sem á heiðurinn af smíð og uppsetningu rampa og þrauta í ýmsum stærðum sem hann hefur komið fyrir á leikvellinum þar sem öllum er frjálst að nýta aðstöðuna.
Diego sótti um og fékk styrk frá Orkunni til verkefnisins sem fellur vel að markmiðum um heilsueflandi samfélag og hvetur til hreyfingar og útivistar.
Diego Pinero er frá Spáni en hefur búið hér í yfir tvo áratugi. Hann hefur um árabil boðið upp á hjóla- og línuskautaæfingar á Hellu og hefur verið iðinn við að koma upp hjólaþrautum í þorpinu og kynna þær fyrir börnum.
Minnt er á að notkun svæðisins er á eigin ábyrgð og mikilvægt er að nota hjálm.
Einnig er áríðandi að allir gangi vel um svæðið og sýni nágrönnum virðingu.
Á sumardaginn fyrsta bauð Diego upp á kynningu á svæðinu. Fjöldi sprækra krakka mættu til að prófa og tók Brynhildur Sighvatsdóttir eftirfarandi myndir og leyfði okkur að deila:
Staðsetningin er rauðmerkt á þessu korti:
Fleiri myndir: