Hótel Rangá mynd: Hótel Rangá
Hótel Rangá mynd: Hótel Rangá

Hót­el Rangá er besta hót­elið á Íslandi að mati banda­ríska ferðatíma­rits­ins Tra­vel + Leisure. Blue Lagoon Retreat er í öðru sæti en Foss­hót­el við Jök­uls­ár­lón er í því þriðja.

Tra­vel + Leisure er eitt virt­asta ferðatíma­rit heims og yfir 9,2 millj­ón­ir lesa vef þeirra í hverj­um mánuði.

„Það er mik­il viður­kenn­ing að hljóta þessi verðlaun. Sér­stak­lega vegna þess að það eru les­end­urn­ir sem kjósa bestu hót­el­in,“ seg­ir Friðrik Páls­son eig­andi Hót­els Rangár. „Við leggj­um áherslu á góða og per­sónu­lega þjón­ustu. Það tel ég að sé að skila sér.“

Les­end­ur hældu hót­el­inu fyr­ir að vera mjög vel staðsett til að njóta norður­ljós­anna og stjörnu­skoðunar í sér­hönnuðu stjörnu­skoðun­ar­húsi hót­els­ins. Þá voru þeir einnig hrifn­ir af um­hverf­is­stefnu hót­els­ins, en á hót­el­inu er rík áhersla lögð á að leita um­hverf­i­s­vænna lausna og hafa frum­kvæði að græn­um úr­bót­um í ferðaþjón­ustu.

Þetta sýn­ir sig í nýj­asta fram­taki hót­els­ins, en Hót­el Rangá er eitt af fjór­um stærstu styrkt­araðilum fyrstu raf­magns­flug­vél­ar Íslands sem síðustu helgi tók á loft við Hellu.

„Með inn­flutn­ingi flug­vél­ar­inn­ar stíg­um við mik­il­vægt skref í orku­skipt­um í flugi með það að mark­miði að kynna þessa bylt­ingu fyr­ir lands­mönn­um,“ seg­ir Friðrik Páls­son, eig­andi Hót­els Rangár.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?