10. júlí 2025
Hreinsunarsvæði 3 er rauðmerkt á myndinni
Hreinsitækni gerir ráð fyrir að halda áfram rotþróahreinsun á hreinsunarsvæði 3, merkt rautt, sem er efri hluti Holta- og Landsveitar.
Byrjað verður í næstu viku, 14. júlí og stefnt er að því að halda áfram þar til verki verður lokið.
Gott er að íbúar skilji hlið eftir ólæst og tryggi gott aðgengi að rotþróm þannig að vinnan gangi sem best fyrir sig.