ATHUGIÐ BREYTTA DAGSETNINGU - RÖLTINU FRESTAÐ TIL SUNNUDAGSINS 2. NÓVEMBER VEGNA SLÆMRAR VEÐURSPÁR!
Hrekkjavakan er á næsta leyti en hún er haldin hátíðleg 31. október ár hvert. Síðustu ár hafa æ fleiri Íslendingar tekið hátíðina upp á sína arma og á Hellu hefur stemningin aukist ár frá ári.
Í fyrra gengu draugar og forynjur um götur þorpsins á milli heimila sem buðu upp á gotterí. Víða var mikill metnaður lagður í skreytingar sem lífgaði svo sannarlega upp á skammdegið.
Í ár ætlum við að rölta frá kl. 17–19 sunnudaginn 2. nóvember
Kortið yfir þau sem ætla að bjóða heim má sjá með því að smella hér.
Hver sem er getur bætt sínu húsi við kortið eða haft samband við Ösp, markaðs- og kynningafulltrúa, til að bæta sér við (osp@ry.is)
Í ár verður líka í boði að vera með „Gott í skotti“ (Trunk-or-Treat) á bílablaninu við sparkvöllinn við íþróttahúsið. Þetta er t.d. upplagt fyrir þau sem búa í dreifbýlinu og langar að taka á móti krökkum og skreyta. Þá einfaldlega mætir fólk á bílnum sínum, skreytir hann að vild og afhendir gotterí úr skottinu.
Þau sem stefna á að vera á planinu með „Gott í skotti“ mega endilega láta vita af því inni í viðburðinum á facebook (sjá tengil hér fyrir neðan).
Svo er upplagt að hafa kortið klárt í símanum áður en lagt er af stað á röltið til að skipuleggja leiðina.
Gott er að hafa í huga að á milli 17 og 19 þann 2. nóvember verða margir litlir fætur á ferð um Helluþorp og viljum við biðja akandi vegfarendur að gæta sérlega vel að umhverfi sínu á þessum tíma :)